Enski boltinn

Benitez ráðinn stjóri Chelsea til loka tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur tilkynnt að Rafael Benitez hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri félagsins til loka núverandi leiktíðar.

Roberto Di Matteo var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra eftir 3-0 tap Chelsea fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi

Benitez starfaði síðast sem stjóri Inter árið 2010 en hann var í sex ár á mála hjá Liverpool, þar sem hann vann til að mynda Meistaradeild Evrópu.

Tekið er fram að um tímabundna ráðningu sé að ræða en Pep Guardiola, fyrrum stjóri Barcelona, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea. Hann er hins vegar í fríi og ætlar ekki að taka við nýju félagi fyrr en í sumar.

Benitez er níundi stjóri Chelsea síðan að Roman Abramovich keypti félagið árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×