Enski boltinn

Millwall lagði tíu leikmenn Leeds

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
El Hadji Diouf var líflegur í liði Leeds í dag en tókst ekki að skora.
El Hadji Diouf var líflegur í liði Leeds í dag en tókst ekki að skora. Nordicphotos/Getty
Chris Wood, lánsmaður frá West Brom, tryggði Millwall 1-0 sigur á tíu leikmönnum Leeds í viðureign liðanna í Championship-deildinni í dag.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en Andy Keogh, framherji heimamanna, komst næst því að skora þegar skot hans utan teigs fór rétt framhjá markinu. Millwall var betri aðilinn í fyrri hálfleik gegn Leeds var líklega enn að jafna sig á 6-1 tapinu gegn Watford um síðustu helgi.

Það dró til tíðinda strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Luke Varney, kantmaður Leeds, var rekinn af velli fyrir að gefa Adam Smith olnbogaskot. Tíu leikmenn gestanna áttu erfitt uppdráttar í kjölfarið en vörðust þó sóknartilþrifum heimamanna af kappi.

Vörn Millwall hélt velli þar til fimm mínútum fyrir leikslok þegar Chris Wood skallaði boltann í netið af stuttu færi. LGestunum tókst ekki að ógna marki heimamanna það sem eftir lifði og Millwall vann sanngjarnan sigur.

Kenny Jackett stjóri Millwall hefur snúið við gengi liðsins eftir fimm töp í fyrstu sjö leikjunum. Liðið er nú ósigrað í tíu leikjum og í 9. sæti deildarinnar með 26 stig.

Hvorki gengur né rekur hjá Leeds sem situr í 18. sæti með 20 stig. Neil Warnock, stjóri Leeds, á erfitt verkefni fyrir höndum með liðið úr Jórvíkurskíri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×