Enski boltinn

Allardyce hefur áhuga á Anelka

Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur greint frá því að hann sé mjög áhugasamur um að semja við framherjann Nicolas Anelka sem leikur með Shanghai Shenhua í Kína.

Allardyce keypti Anelka til Bolton á sínum tíma og hann vill endilega vinna aftur með Frakkanum.

"Auðvitað hef ég áhuga á Anelka. Ef hann vill koma og við höfum efni á því er þetta eitthvað sem má skoða. Ég hef ekki enn rætt við umboðsmann hans," sagði Allardyce.

Anelka er að moka inn peningum í Kína og því ekkert sérstaklega líklegt að hann vilji koma aftur til Englands á lægri launum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×