Enski boltinn

Jafnt hjá West Ham og Stoke

Mynd/Nordic Photos/Getty
West Ham náði ekki að komast upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stoke City.

Fyrir vikið situr West Ham enn í sjöunda sæti deildarinnar en er nú með nítján stig, rétt eins og Arsenal sem er með betra markahlutfall. Everton heldur fimmta sætinu en liðið er með 20 stig.

Jonathan Walters kom Stoke yfir á 13. mínútu með skoti úr vítateig eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. Steven Nzonzi komst nálægt því að auka forystuna í 2-0 en skot hans hafnaði í slánni.

Joey O'Brien jafnaði metin fyrir West Ham með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Gary O'Neil á 48. mínútu. Þetta var fyrsta úrvalsdeildarmark O'Neil.

Stoke er í fjórtánda sæti deildarinnar með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×