„Aldrei gengið gegnum annað eins“ Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 19:57 Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira