Erlent

Brutust inn í tölvukerfi Hvíta hússins

Hvíta húsið í Washington DC.
Hvíta húsið í Washington DC. mynd/AFP
Tölvuþrjótar réðust á eitt af tölvukerfum Hvíta hússins í gær. Samkvæmt talsmanni Bandaríkjaforseta komust tölvurefirnir ekki yfir leynileg gögn eins og fyrst fregnir gáfu til kynna.

Óttast var að þrjótarnir hefðu um tíma haft aðgang að stjórnkerfum kjarnorkuvopna í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að hópur kínverskra tölvurþrjóta hafi staðið að baki árásinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvukerfi Hvíta hússins verður fyrir árás en svipað mál kom upp á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×