Erlent

Kínversk stjórnvöld að baki tölvuárásum á Hvíta húsið

Hvíta húsið í Washington DC.
Hvíta húsið í Washington DC. mynd/AFP
Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda stóðu að baki árás á eitt af tölvukerfum Hvíta hússins í gær. Bandarísk stjórnvöld staðfestu þetta í gær.

Síðustu misseri hafa Pentagon og aðrar stofnanir Bandaríkjanna orðið fyrir fjölda tölvuárása sem flestar má rekja til Kína. Stjórnvöld í Washington þvertaka þó fyrir að tölvurefirnir hafi komist yfir trúnaðarupplýsingar.

Talið er að Kínverjar hafi fyrst og fremst áhuga á upplýsingum um hátækniþekkingu Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×