Erlent

Þriggja mínútna sorgarþögn í Hong Kong

Fórnarlambanna var minnst með þriggja mínútna þögn.
Fórnarlambanna var minnst með þriggja mínútna þögn. mynd/AP
Íbúar Hong Kong minntust í morgun fórnarlamba sjóslyss sem kostaði 38 manns lífið á mánudaginn með þriggja mínútna þögn.

Fánum Kína og Hong Kong var víða flaggað í hálfa stöng. Hundrað og tuttugu manns voru um borð í ferjunni þegar leki kom að henni eftir árekstur við annan bát.

Sjö skipverjar hafa verið handteknir í þágu rannsóknarinnar. Er þetta versta sjóslys síðustu fjörutíu ára í Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×