Erlent

Hugo Chavez endurkjörinn forseti Venesúela

Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela um helgina en hann hlaut samtals 54% atkvæða. Þetta verður fjórða kjörtímabil Chavez í embætti forseta landsins.

Mikil hátíðahöld brutust út í höfuðborginni Caracas í gærkvöldi þegar úrslitin lágu fyrir. Kjörsókn var 80% og í mörgum tilvikum voru kjörstaðir hafðir opnir lengur en auglýst var vegna mikilla biðraða fyrir utan þá.

Chavez sagði í sigurræðu sinni að byltingin hefði sigrað og jafnframt hét hann landsmönnum sínum því að hann yrði betri forseti fyrir þá þetta kjörtímabil.

Chavez er sósíalisti af gamla skólanum og hefur sjálfur sagt að það hafi verið Jesú Kristur sem beindi honum á braut sósíalismans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×