Erlent

Mjólk er góð við krabbameini

BBI skrifar
Mynd/E. Ól.
Mjólk virðist draga úr vaxtarhraða ristilkrabbameins samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Þessa eiginleika má rekja til hins járnbindandi próteins lactoferricin 4-14 (Lfcin4-14) sem er í mjólk.

Landssamband kúabænda segir frá rannsókninni á heimasíðu sinni. Próteinið sem um ræðir auðveldar sjúkum frumum að gera við erfðaefnisbilun og dregur þannig úr vaxtahraða ristilkrabbameins. Niðurstöðurnar renna stoðum undir fyrri kenningar um að mjólk hafi jákvæð áhrif á þróun ristilkrabbameins í meðhöndlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×