Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. september 2012 18:36 Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira