Enski boltinn

Van Persie fór meiddur af velli í gær

Sir Alex Ferguson og aðrir hjá Man. Utd bíða nú spenntir eftir því að fá frekari fréttir af Hollendingnum Robin van Persie sem fór meiddur af velli í landsleik í gær.

Van Persie meiddist í 4-1sigri Hollands á Ungverjum en landsliðsþjálfarinn, Louis van Gaal, gerði lítið úr málinu og sagðist hafa tekið leikmanninn af velli áður en hann meiddist illa.

"Þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt en við vildum samt ekki taka neinar áhættur.

Man. Utd má illa við því að vera án Van Persie þar sem Wayne Rooney er meiddur. Svo spilaði Shinji Kagawa ekki fyrir Japan í gær þannig að heiluástand leikmanna United gæti verið betra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×