Enski boltinn

Wenger: Sagna elskar Arsenal

Sagna hefur það gott í flugvél Arsenal.
Sagna hefur það gott í flugvél Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engar áhyggjur af upphlaupi Bacary Sagna en leikmaðurinn sagðist vera mjög ósáttur við söluna á Van Persie og Song.

Wenger segir að þrátt fyrir þetta upphlaup sé Sagna að spila af fullum hug fyrir Arsenal.

"Bacary elskar félagið og ég efast ekkert um að hann verði áfram í okkar herbúðum. Þetta viðtal endurspeglar ekki ást hans á félaginu. Hann hefur alltaf gefið allt sitt til félagsins," sagði Wenger.

Sagna hefur verið í herbúðum Arsenal síðan 2007 er hann var keyptur á 8,8 milljónir punda frá Auxerre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×