Innlent

Jón Gnarr skálaði við eldri borgara - Mojito spilaði fyrir dansi

Guðmundur Hallvarðsson og Jón Gnarr skála í Skálafelli.
Guðmundur Hallvarðsson og Jón Gnarr skála í Skálafelli. Mynd /Hugrún Halldórsdóttir
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu, skáluðu í bjór þegar nýr salur dvalarheimilis aldraðra, Hrafnistu Reykjavíkur, var vígður í dag.

Salurinn hlaut nafnið Skálafell en bogarstjórinn klippti á borðann og hélt ræðu við tilefnið. Þar baðst hann meðal annars afsökunar á seinaganginum við að veita dvalarheimilinu vínveitingaleyfi, en það mál vakti töluverða athygli í fjölmiðlum í ágúst.

Fjöldi gesta voru viðstaddir vígsluna, bæði íbúar á dvalarheimilinu sem og aðstandendur. Auk bjórsins var hægt að bragða á kaffi og með því. Flestir héldu sig þó við kaffið.

Þá steig hljómsveitin Mojito á stokk og spilaði fyrir gesti.

Hér fyrir neðan má skoða myndir frá glæsilegum salnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×