Innlent

Vinnuferðir en ekki boðsferðir

Ætlar ekki að hætta Haukur Hafsteinsson segir skýrslu rannsóknarnefndarinnar ekki gefa honum tilefni til að segja af sér.
Ætlar ekki að hætta Haukur Hafsteinsson segir skýrslu rannsóknarnefndarinnar ekki gefa honum tilefni til að segja af sér. Fréttablaðið/arnþór
„Starfsmennirnir sem fóru í þessar ferðir – þeir voru ekki að þiggja neitt boð. Það er meginatriði og þess vegna voru þetta engar boðsferðir,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, í viðtali við Kastljós RÚV í gærkvöldi.

Helgi Seljan spurði hann um ferðir sem starfsmenn lífeyrissjóðsins fóru í á kostnað fyrirtækja fyrir bankahrun. Hann sagðist ekki líta svo á að starfsmennirnir hefðu þegið boð, heldur einfaldlega farið í ferð að beiðni yfirmanna sinna. „Þeir voru að fara í vinnuferð og höfðu enga fjárhagslega hagsmuni af því hvort fyrirtækið sem var að kynna starfsemina borgaði eða lífeyrissjóðurinn,“ sagði Haukur.

Hann sagði aðspurður að skýrsla rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina gæfi ekki tilefni til þess að hann segði af sér. Lífeyrissjóðirnir hafi verið að glíma við afleiðingar alvarlegrar, alþjóðlegrar fjármálakreppu sem skýrði tap hjá sjóðum upp á rúma hundrað milljarða við hrun bankakerfisins.

Öll gagnrýni sem fram kæmi í skýrslunni yrði þó tekin til greina.

Haukur sagði menn geta velt fyrir sér hvort sjóðirnir hafi fjárfest um of í fyrirtækjum tengdum Baugi og Existu. Hins vegar hafi þau félög verið fyrirferðarmikil á íslenskum hlutabréfamarkaði og menn hafi í öllum tilvikum verið langt innan við þau fjárfestingarmörk sem lög kváðu á um.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×