Lífið

Börnin í teiknimynd

Dóttir Michaels Jackson hefur áhuga á skemmtanabransanum.
Dóttir Michaels Jackson hefur áhuga á skemmtanabransanum.
Börn popparans sáluga Michaels Jackson ætla að ljá persónum í asískri teiknimyndaseríu raddir sínar. Prince, Paris og Blanket, sem eru á aldrinum tíu til fimmtán ára, munu þar með feta í fótspor föður síns í skemmtanabransanum.

Teiknimyndirnar, sem hafa notið mikilla vinsælda í asísku sjónvarpi, verða sýndar í Bandaríkjunum í framhaldinu.

Prince og Paris hafa áhuga á að leggja leiklistina fyrir sig. Þau leika í fjölskyldumyndinni Lundon's Bridge and the Three Keys á næsta ári, sem verður frumraun þeirra á hvíta tjaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.