Enski boltinn

Ba: Sögusagnirnar voru fyndnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sóknarmaðurinn Demba Ba segist vera ánægður hjá Newcastle og að hann sé ekki á leið annað. Sögusagnir þess efnis hafi verið fyndnar.

Ba hefur verið gríðarlega öflugur á leiktíðinni og skorað sextán mörk í 20 leikjum. Hann var orðaður við Chelsea, Liverpool og Tottenham í síðasta mánuði en hélt kyrru fyrir í Newcastle.

„Ég sagði ekki við nokkurn mann að ég vildi fara. Ég hlustaði bara á meðan hinir og þessir sögðu að ég væri á leið hingað og þangað. Ég bara brosti og mér fannst þetta fyndið," sagði hann við enska fjölmiðla.

„Fyrir mig skiptir það mestu máli að vera ánægður með sinn fótbolta og ég er ánægður hér," bætti hann við.

„Mér finnst ótrúlegt að við séum í fimmta sæti. Við þurfum bara að halda okkar striki og sjá hverju það skilar okkur í lok tímabilsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×