Enski boltinn

Terry ætlar að spila áfram með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt heimildum fréttavefs BBC ætlar John Terry að halda áfram að gefa kost á sér í enska landsliðið þó svo að hann verði ekki áfram fyrirliði.

Á föstudaginn ákvað stjórn enska knattspyrnusambandsins að Terry gæti ekki gegnt hlutverki fyrirliða á meðan að réttarhöld um meint kynþáttaníð hans gagnvart Anton Ferdinand eru í gangi.

Það þýðir að Terry verður ekki fyrirliði Englands á EM í sumar þar sem að réttarhöldunum hefur verið frestað þar til í júlí.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari, er ekki ánægður með ákvörðun stjórnarinnar og styður sinn mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×