Lífið

Vinnslan aldrei stærri

BBI skrifar
Listakvöldið Vinnslan verður haldið í þriðja sinn í kvöld. Þar munu að minnsta kosti 20 listamenn sameina krafta sína og fylla leikhúsið Norðurpólinn af ýmiss konar listaverkum.

Vinnslan var sett upp í fyrsta sinn í maí síðastliðinn og síðan þá hefur hún farið stækkandi. Kvöldið í kvöld verður líklega stærsta Vinnslukvöldið til þessa.

Öll rými leikhússins verða nýtt til listsköpunar en auk þess verður bar á svæðinu, kertaljós á borðum og huggulegheit ríkjandi. Fólki er því velkomið að sitja og spjalla á meðan listamennirnir viðra sköpun sína í öðrum rýmum.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá ágrip af síðasta vinnslukvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.