Með húðflúr upp á bræðralagið 25. ágúst 2012 16:53 Retro Stefson gefur út samnefnda plötu á haustdögum sem kemur í kjölfarið út um alla Evrópu. Á sama tíma verða breytingar hjá bandinu þegar Haraldur Ari Stefánsson heldur til London í leiklistarnám. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir ræddi um vinsældir hljómsveitarinnar og fyrirtækið Stefánssyni við hann og forsöngvarann Unnstein Manuel Stefánsson yfir svörtu kaffi og tei. "Qween er fyrsta lagið sem er vinsælt með okkur í útvarpi," segir Unnsteinn um fyrsta smellinn sem var opinberaður af þriðju breiðskífu Retro Stefson. Hún ber titilinn Retro Stefson og er væntanleg í lok september. "Það var mest spilaða lag Rásar 2 fyrri helming ársins. Lagið kom út í desember en fólk fattaði það ekki fyrr en í janúar," segir hann og útskýrir að þá hafi fólk uppgötvað að þetta væri ekki jólalag. Nú hafa tvö lög af plötunni farið í spilun. Það er fyrrnefnt lag og hið spánnýja Glow. "Við frumfluttum Qween samt 10. júní á Nasa í fyrra en enginn tók eftir því, allir þar voru svo drukknir," segir Haraldur. Þeir hófu að spila það á erlendri grundu á Íslendingadeginum í Eistlandi í lok ágúst í fyrra en þá var lagið fullunnið. Platan hefur verið í hljóðblöndun í heilt ár. "Ég sit þessa stundina yfir mixinu," segir Unnsteinn og er ánægður með langa vinnslutímann. "Mörg laganna hljóma miklu betur núna," segir hann en lagasmíð sveitarinnar er að mestu í hans höndum. "Ég sem allt á nýju plötunni fyrir utan tvö lög," segir hann en bassaleikarinn Logi samdi eitt og annað er eftir gítarleikarann Þórð. Hermigervill og Styrmir Hauksson hafa unnið náið með þeim að smíð laganna og við hljóðblöndun.Platan gefin út um alla Evrópu Hljómsveitin Retro Stefson varð til árið 2006 fyrir þátttöku í Söngvakeppninni Samfés fyrir hönd Austurbæjarskóla. Unnsteinn, þá fimmtán ára, kallaði alla bestu vini sína saman og yngri bróður sinn Loga Pedro og úr varð sveit sem hefur undanfarin sex ár látið að sér kveða á Íslandi sem og út fyrir landsteinana. Undir lok árs 2010 undirritaði bandið samning við þýskan hluta útgáfurisans Universal. "Við vorum í hálft ár í Berlín í fyrra að kynna þá plötu," segir Unnsteinn og á við aðra breiðskífu þeirra, Kimbabwe. Hún var gefin út í öllum þýskumælandi löndum Evrópu. "En þessi verður gefin út um alla Evrópu í byrjun 2013," segir Haraldur spenntur. Í kjölfar samningsins við Universal hefur þýskur aðdáendahópur þeirra stækkað ört. "Sama fólkið er að koma á tónleika og syngur með lögunum," segir hann. Þeir segja sölutölur á þýskum markaði þó ekki vera sláandi háar en áhorfendaskarinn hefur stækkað. Á þessu ári hefur sveitin dvalið öllu styttra í Berlín. "Já, við höfum verið í svona þrjá mánuði. Við ætluðum að vera jafn lengi í Berlín og í fyrra en svo varð Qween svo vinsælt að við þurftum að spila á fullt af giggum hér," segir Unnsteinn og nefnir miðnæturopnanir í Kringlunni og Smáralind því til stuðnings.Lítið um djamm Tveggja vikna tónleikaferðalagi þeirra lauk á menningarnótt og var síðari vikan nokkuð strembin. "Við spiluðum í Berlín og keyrðum daginn eftir í átta tíma til að spila á Sound of the Forest fyrir utan Frankfurt og svo flugum við þaðan til Íslands á menningarnótt," útskýra þeir í sameiningu. "Við lentum um miðjan daginn og spiluðum á Arnarhóli um kvöldið," segir Unnsteinn sem kom fram á tveimur stöðum síðar sama kvöld. Þetta er aðeins hluti af erlendu tónleikahaldi þeirra en meðal hátíða sumarsins voru Off Festival í Póllandi, Dockville Festival í Hamburg og INmusic í Króatíu. "Off Festival stendur upp úr en það var gaman að fara til Póllands sem er svona vinaland Íslands og þar þekkti fullt af fólki lögin sem kom okkur skemmtilega á óvart." En hvernig eru svona ferðalög? Er mikið djammað? "Nei, eiginlega ekki. Auðvitað er mikið djammað ef við hittum Íslendinga en ef maður ætlar að halda geðheilsu þá er ekki hægt að vera á endalausu fylleríi. Sérstaklega þegar við erum alltaf sjö saman og að spila kannski fimm kvöld í röð," segir Haraldur og Unnsteinn lítur til hans og segir: "Sérstaklega þegar maður þarf að vera hoppandi og skoppandi."Skoppandi bakraddasöngkona Haraldur syngur og sér um slagverk. "Ég er svona bakraddasöngkona," útskýrir hann. Eitt mikilvægasta hlutverk hans er að fá áhorfendur til að stíga stemningsfull dansspor. Við þá iðju klæðist hann gjarnan stuttbuxum og hlýrabol enda tekur á að hoppa og skoppa endalaust. "Já, það er dálítið erfitt en það venst. Stundum næ ég samt ekki andanum og við náum ekki að syngja. Það er erfiðast ef við erum að prófa nýtt dansspor og gerum mikið af því. Þá verðum við þreyttir. En það hjálpar að vera í ágætu spilaformi." Nú ertu bersýnilega í góðu formi. Hvað ertu að æfa? "Leikfimi," svarar Haraldur. "Haraldur fer í þrek," segir Unnsteinn hæðnislega og Haraldur er ekki lengi að bæta inn í: "Við byrjum allavega í Víkingaþreki í Mjölni á morgun klukkan hálf sjö," segir hann og minnir vin sinn á átök morgundagsins.Haraldur spilar í fríum Haraldur hefur vakið athygli fyrir leikhæfileika sína en hann fer með eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Óróa sem frumsýnd var haustið 2010. Hann heldur til London í byrjun október til að hefja nám við leiklistarskólann Central School of Speech and Drama á brautinni Contemporary and Devised Theatre. Námið er til þriggja ára og mun hann einungis spila með sveitinni í fríum. En getur bandið spilað án Haraldar? "Já, við höfum meira að segja tekið túr um landið án hans," segir Unnsteinn og vísar í tónleikaferð frá árinu 2010. "Danssporin eru mikilvæg þegar fólk þekkir ekki lögin en núna er þetta ekki mikið stress. Áhorfendur eru byrjaðir að syngja með og úti eru áhorfendur farnir að þekkja lögin meira. Auk þess eru nýju lögin dansvænni. Það er ekki mikið pláss fyrir brellur yfir lögin og þau eru kannski þéttari," segir Unnsteinn. Haraldur bætir við: "Það er án efa meiri heildarbragur á plötunni." Forsöngvarinn tekur við: "Þetta er bara meira teknó og meira stuð." "Ef við spilum um jólin þá kemur hann sem sérstakur gestur og þá kemur lagið hans Haraldar, diskólagið sjálft Papa Paulo III," segir Unnsteinn. "Það væri svo steikt ef maður væri fastur í tónleikatúrum alla ævi."Áhugamaður um söngleiki Áhugi Haraldar á leiklist er síður en svo nýr af nálinni. "Ég hef alltaf verið mikið í leikhúsinu en hef alveg reynt að finna eitthvað annað. Þegar ég var yngri ætlaði ég að vera slökkviliðsmaður og sirkusstjóri." Hann á ekki langt að sækja áhugann en faðir hans er leikarinn og leikstjórinn Stefán Jónsson og móðir hans er söngkonan og dansarinn Agnes Amalía Kristjónsdóttir. "Ég fattaði þetta í byrjun menntaskóla. Ég gerði nokkur verkefni þegar ég var yngri en eftir því sem þau urðu fleiri jókst áhuginn," segir hann. "Mamma hans Haraldar var ljónið í Kardimommubænum," segir Unnsteinn stoltur og Haraldur tekur af honum orðið. "Ég var alltaf að horfa á það. Hún hefur leikið í mörgum söngleikjum." Í sömu mund ljóstrar hann upp um lúmskan áhuga sinn á því leiklistarformi. "Ég kann nokkur lög úr söngleikjum en það er ekki vinsælt þegar ég syng þau." Hann er á leið í klassískt leikaranám með áherslu á samtímaleiklist og svokallað spunaleikhús. "Hann mun leika dópista í realísku samtímadrama það sem eftir er," bætir Unnsteinn við og Haraldur hlær og lýsir náminu. "Mér finnst námið mjög spennandi. Maður er mikið að skapa sitt eigið ásamt því að læra allt það sama og í öðrum leiklistarskólum. En ég veit ekkert hvernig útkoman verður." Unnsteinn segist hafa skammast sín fyrir fjölda áhugamála og hugmynda um framtíðarstörf í æsku en nú eigi tónlistin hug hans allan. "Þetta er það eina sem mér finnst ég knúinn til að gera á hverjum degi og það sem mér finnst ég kunna ótrúlega vel." Hann segir þó að hugurinn leiti í nám í kvikmyndagerð.Fyrirtækið Stefánssynir Að sögn Unnsteins hefur alltaf verið á dagskrá að Haraldur færi í leiklistarnám. "Svo kemur hann aftur og þá höldum við áfram. Samt ekki endilega sem hljómsveit. Fyrirtækið Stefánssynir mun alltaf vera til," segir hann en þeir eru báðir Stefánssynir. Samstarf þeirra nær aftur til leikskólaáranna. "Við kynntumst í leikskóla en svo flutti Haraldur í Mosó. Þess vegna var hann ekki í Retro Stefson frá byrjun," segir Unnsteinn. Haraldur bættist í hópinn í febrúar 2008. "Ég var bara aðdáandi þeirra og kunni alla textana," segir hann og Unnsteinn rifjar upp. "Haraldur var í salnum á einum tónleikum og við fengum hann upp á svið til að spila á hristu." Í kjölfarið voru Stefánssynir sameinaðir í Retro Stefson.Með húðflúr upp á bræðralagið Fyrsta hljómsveit vinanna var rappsveitin Rapp 101 árið 2001. "Við tókum þátt í Rímnaflæði og kepptum á móti Igor og Bent á Ingólfstorgi. Við komumst meira að segja í Stundina okkar," segir Unnsteinn sem var þá ellefu og Haraldur tíu ára. "Svo gerðum við alltaf stuttmyndir þegar það voru pabbahelgar hjá Haraldi," segir hann og rekur sögu bræðralagsins. "Við erum meira segja komnir með tattú upp á það," segir Unnsteinn og lyftir upp erminni svo húðflúr með frönsku áletruninni Stefánssynir kemur í ljós á upphandleggnum. Haraldur á eftir að næla sér í húðflúr en yngri bróðir Unnsteins ber sams konar. "Já, Haraldur ætlar að fá sér á ilina." Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Retro Stefson gefur út samnefnda plötu á haustdögum sem kemur í kjölfarið út um alla Evrópu. Á sama tíma verða breytingar hjá bandinu þegar Haraldur Ari Stefánsson heldur til London í leiklistarnám. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir ræddi um vinsældir hljómsveitarinnar og fyrirtækið Stefánssyni við hann og forsöngvarann Unnstein Manuel Stefánsson yfir svörtu kaffi og tei. "Qween er fyrsta lagið sem er vinsælt með okkur í útvarpi," segir Unnsteinn um fyrsta smellinn sem var opinberaður af þriðju breiðskífu Retro Stefson. Hún ber titilinn Retro Stefson og er væntanleg í lok september. "Það var mest spilaða lag Rásar 2 fyrri helming ársins. Lagið kom út í desember en fólk fattaði það ekki fyrr en í janúar," segir hann og útskýrir að þá hafi fólk uppgötvað að þetta væri ekki jólalag. Nú hafa tvö lög af plötunni farið í spilun. Það er fyrrnefnt lag og hið spánnýja Glow. "Við frumfluttum Qween samt 10. júní á Nasa í fyrra en enginn tók eftir því, allir þar voru svo drukknir," segir Haraldur. Þeir hófu að spila það á erlendri grundu á Íslendingadeginum í Eistlandi í lok ágúst í fyrra en þá var lagið fullunnið. Platan hefur verið í hljóðblöndun í heilt ár. "Ég sit þessa stundina yfir mixinu," segir Unnsteinn og er ánægður með langa vinnslutímann. "Mörg laganna hljóma miklu betur núna," segir hann en lagasmíð sveitarinnar er að mestu í hans höndum. "Ég sem allt á nýju plötunni fyrir utan tvö lög," segir hann en bassaleikarinn Logi samdi eitt og annað er eftir gítarleikarann Þórð. Hermigervill og Styrmir Hauksson hafa unnið náið með þeim að smíð laganna og við hljóðblöndun.Platan gefin út um alla Evrópu Hljómsveitin Retro Stefson varð til árið 2006 fyrir þátttöku í Söngvakeppninni Samfés fyrir hönd Austurbæjarskóla. Unnsteinn, þá fimmtán ára, kallaði alla bestu vini sína saman og yngri bróður sinn Loga Pedro og úr varð sveit sem hefur undanfarin sex ár látið að sér kveða á Íslandi sem og út fyrir landsteinana. Undir lok árs 2010 undirritaði bandið samning við þýskan hluta útgáfurisans Universal. "Við vorum í hálft ár í Berlín í fyrra að kynna þá plötu," segir Unnsteinn og á við aðra breiðskífu þeirra, Kimbabwe. Hún var gefin út í öllum þýskumælandi löndum Evrópu. "En þessi verður gefin út um alla Evrópu í byrjun 2013," segir Haraldur spenntur. Í kjölfar samningsins við Universal hefur þýskur aðdáendahópur þeirra stækkað ört. "Sama fólkið er að koma á tónleika og syngur með lögunum," segir hann. Þeir segja sölutölur á þýskum markaði þó ekki vera sláandi háar en áhorfendaskarinn hefur stækkað. Á þessu ári hefur sveitin dvalið öllu styttra í Berlín. "Já, við höfum verið í svona þrjá mánuði. Við ætluðum að vera jafn lengi í Berlín og í fyrra en svo varð Qween svo vinsælt að við þurftum að spila á fullt af giggum hér," segir Unnsteinn og nefnir miðnæturopnanir í Kringlunni og Smáralind því til stuðnings.Lítið um djamm Tveggja vikna tónleikaferðalagi þeirra lauk á menningarnótt og var síðari vikan nokkuð strembin. "Við spiluðum í Berlín og keyrðum daginn eftir í átta tíma til að spila á Sound of the Forest fyrir utan Frankfurt og svo flugum við þaðan til Íslands á menningarnótt," útskýra þeir í sameiningu. "Við lentum um miðjan daginn og spiluðum á Arnarhóli um kvöldið," segir Unnsteinn sem kom fram á tveimur stöðum síðar sama kvöld. Þetta er aðeins hluti af erlendu tónleikahaldi þeirra en meðal hátíða sumarsins voru Off Festival í Póllandi, Dockville Festival í Hamburg og INmusic í Króatíu. "Off Festival stendur upp úr en það var gaman að fara til Póllands sem er svona vinaland Íslands og þar þekkti fullt af fólki lögin sem kom okkur skemmtilega á óvart." En hvernig eru svona ferðalög? Er mikið djammað? "Nei, eiginlega ekki. Auðvitað er mikið djammað ef við hittum Íslendinga en ef maður ætlar að halda geðheilsu þá er ekki hægt að vera á endalausu fylleríi. Sérstaklega þegar við erum alltaf sjö saman og að spila kannski fimm kvöld í röð," segir Haraldur og Unnsteinn lítur til hans og segir: "Sérstaklega þegar maður þarf að vera hoppandi og skoppandi."Skoppandi bakraddasöngkona Haraldur syngur og sér um slagverk. "Ég er svona bakraddasöngkona," útskýrir hann. Eitt mikilvægasta hlutverk hans er að fá áhorfendur til að stíga stemningsfull dansspor. Við þá iðju klæðist hann gjarnan stuttbuxum og hlýrabol enda tekur á að hoppa og skoppa endalaust. "Já, það er dálítið erfitt en það venst. Stundum næ ég samt ekki andanum og við náum ekki að syngja. Það er erfiðast ef við erum að prófa nýtt dansspor og gerum mikið af því. Þá verðum við þreyttir. En það hjálpar að vera í ágætu spilaformi." Nú ertu bersýnilega í góðu formi. Hvað ertu að æfa? "Leikfimi," svarar Haraldur. "Haraldur fer í þrek," segir Unnsteinn hæðnislega og Haraldur er ekki lengi að bæta inn í: "Við byrjum allavega í Víkingaþreki í Mjölni á morgun klukkan hálf sjö," segir hann og minnir vin sinn á átök morgundagsins.Haraldur spilar í fríum Haraldur hefur vakið athygli fyrir leikhæfileika sína en hann fer með eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Óróa sem frumsýnd var haustið 2010. Hann heldur til London í byrjun október til að hefja nám við leiklistarskólann Central School of Speech and Drama á brautinni Contemporary and Devised Theatre. Námið er til þriggja ára og mun hann einungis spila með sveitinni í fríum. En getur bandið spilað án Haraldar? "Já, við höfum meira að segja tekið túr um landið án hans," segir Unnsteinn og vísar í tónleikaferð frá árinu 2010. "Danssporin eru mikilvæg þegar fólk þekkir ekki lögin en núna er þetta ekki mikið stress. Áhorfendur eru byrjaðir að syngja með og úti eru áhorfendur farnir að þekkja lögin meira. Auk þess eru nýju lögin dansvænni. Það er ekki mikið pláss fyrir brellur yfir lögin og þau eru kannski þéttari," segir Unnsteinn. Haraldur bætir við: "Það er án efa meiri heildarbragur á plötunni." Forsöngvarinn tekur við: "Þetta er bara meira teknó og meira stuð." "Ef við spilum um jólin þá kemur hann sem sérstakur gestur og þá kemur lagið hans Haraldar, diskólagið sjálft Papa Paulo III," segir Unnsteinn. "Það væri svo steikt ef maður væri fastur í tónleikatúrum alla ævi."Áhugamaður um söngleiki Áhugi Haraldar á leiklist er síður en svo nýr af nálinni. "Ég hef alltaf verið mikið í leikhúsinu en hef alveg reynt að finna eitthvað annað. Þegar ég var yngri ætlaði ég að vera slökkviliðsmaður og sirkusstjóri." Hann á ekki langt að sækja áhugann en faðir hans er leikarinn og leikstjórinn Stefán Jónsson og móðir hans er söngkonan og dansarinn Agnes Amalía Kristjónsdóttir. "Ég fattaði þetta í byrjun menntaskóla. Ég gerði nokkur verkefni þegar ég var yngri en eftir því sem þau urðu fleiri jókst áhuginn," segir hann. "Mamma hans Haraldar var ljónið í Kardimommubænum," segir Unnsteinn stoltur og Haraldur tekur af honum orðið. "Ég var alltaf að horfa á það. Hún hefur leikið í mörgum söngleikjum." Í sömu mund ljóstrar hann upp um lúmskan áhuga sinn á því leiklistarformi. "Ég kann nokkur lög úr söngleikjum en það er ekki vinsælt þegar ég syng þau." Hann er á leið í klassískt leikaranám með áherslu á samtímaleiklist og svokallað spunaleikhús. "Hann mun leika dópista í realísku samtímadrama það sem eftir er," bætir Unnsteinn við og Haraldur hlær og lýsir náminu. "Mér finnst námið mjög spennandi. Maður er mikið að skapa sitt eigið ásamt því að læra allt það sama og í öðrum leiklistarskólum. En ég veit ekkert hvernig útkoman verður." Unnsteinn segist hafa skammast sín fyrir fjölda áhugamála og hugmynda um framtíðarstörf í æsku en nú eigi tónlistin hug hans allan. "Þetta er það eina sem mér finnst ég knúinn til að gera á hverjum degi og það sem mér finnst ég kunna ótrúlega vel." Hann segir þó að hugurinn leiti í nám í kvikmyndagerð.Fyrirtækið Stefánssynir Að sögn Unnsteins hefur alltaf verið á dagskrá að Haraldur færi í leiklistarnám. "Svo kemur hann aftur og þá höldum við áfram. Samt ekki endilega sem hljómsveit. Fyrirtækið Stefánssynir mun alltaf vera til," segir hann en þeir eru báðir Stefánssynir. Samstarf þeirra nær aftur til leikskólaáranna. "Við kynntumst í leikskóla en svo flutti Haraldur í Mosó. Þess vegna var hann ekki í Retro Stefson frá byrjun," segir Unnsteinn. Haraldur bættist í hópinn í febrúar 2008. "Ég var bara aðdáandi þeirra og kunni alla textana," segir hann og Unnsteinn rifjar upp. "Haraldur var í salnum á einum tónleikum og við fengum hann upp á svið til að spila á hristu." Í kjölfarið voru Stefánssynir sameinaðir í Retro Stefson.Með húðflúr upp á bræðralagið Fyrsta hljómsveit vinanna var rappsveitin Rapp 101 árið 2001. "Við tókum þátt í Rímnaflæði og kepptum á móti Igor og Bent á Ingólfstorgi. Við komumst meira að segja í Stundina okkar," segir Unnsteinn sem var þá ellefu og Haraldur tíu ára. "Svo gerðum við alltaf stuttmyndir þegar það voru pabbahelgar hjá Haraldi," segir hann og rekur sögu bræðralagsins. "Við erum meira segja komnir með tattú upp á það," segir Unnsteinn og lyftir upp erminni svo húðflúr með frönsku áletruninni Stefánssynir kemur í ljós á upphandleggnum. Haraldur á eftir að næla sér í húðflúr en yngri bróðir Unnsteins ber sams konar. "Já, Haraldur ætlar að fá sér á ilina."
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira