Innlent

Norðurljósin verða tíð í vetur

BBI skrifar
Myndin var tekin í Borgarfirði föstudaginn síðasta.
Myndin var tekin í Borgarfirði föstudaginn síðasta. Mynd/Olgeir
Norðurljósin eru nú þegar byrjuð að dansa á himninum yfir landinu á kvöldin þó enn sé sumar. Myndin hér til hliðar var tekin á föstudaginn síðasta af ljósmyndaranum Olgeiri Anderssyni.Að hans sögn verður sólvirknin í hámarki í vetur með tíðum sólgosum og sólstormum. Það mun skila sér í óvenjumiklum norðurljósum, „og fleiri ferðamönnum," segir Olgeir sposkur. Íslendingar mega því eiga von á að himinninn logi óvenju oft í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.