Lífið

Russell Brand nældi í Kryddpíu

myndir/cover media
Breski grínistinn Russell Brand, 37 ára, og Kryddpían Geri Halliwell, 40 ára eru nýtt par ef marka má breska fjölmiðla. Þau féllu fyrir hvort öðru á lokaathöfninni á Ólympíuleikunum í London fyrr í þessum mánuði en bæði komu þau fram umrætt kvöld.

Russell sagði upp bandarísku kærustunni sinni Isabellu Brewster fyrir nokkrum vikum og nú á Geri huga hans allan.  Russell og Geri sjást æ oftar saman ganga um götur Lundúna.  Slúðurheimurinn í Bretlandi er vægast sagt spenntur yfir framhaldinu hjá stjörnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.