Lífið

Svæsin kjaftasaga

Victoria Beckham, 38 ára, hefur eflaust fengið óteljandi smáskilaboð og símtöl frá sínum bestu vinum undanfarna daga því eiginmaður hennar sem hún giftist fyrir 13 árum, David Beckham, er sagður hafa haldið framhjá Victoriu með 32 ára óperusöngkonu sem heitir Katherine Jenkins.

Óperusöngkonan hefur reyndar ýtt undir slúðursöguna svo vægt sé til orða tekið með því að skrifa á Twitter síðuna sína oftar en einu sinni að hún hafi bara alls ekki verið með kappanum.

Victoria er vön sögum sem þessum og segist sýna því skilning að gullfallega ljóshærða óperusöngkonan vilji hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum og þó að kjaftasagan særi vissulega ætlar Victoria að einbeita sér að sambandinu og börnum hennar og David - þeim Brooklyn, 13, Romeo, 9, Cruz, 7, og Harper, 13 mánaða.

Katherine skrifaði eftirfarandi skilaboð á Twitter síðuna sína síðasta fimmtudag:

"Kæru Twitter vinir. Ég hef lesið um hræðilega kjaftasögu hérna og ég vil að þið vitið að ég þverneita fyrir að hafa átt í ástarsambandi við David Beckham."

Meðfylgjandi má sjá Katherine í öllu sínu veldi syngja Time to say Goodbye.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.