Lífið

Steindi gefur nýja lagið á netinu

Fyrsta lagið úr Steindanum okkar 3 á Stöð 2, Dansa það af mér, hefur slegið rækilega í gegn. Steindi samdi það með upptökuhópnum StopWaitGo og hafa þeir félagar nú ákveðið að gefa lagið hér á slóðinni StopWaitgo.is/steindi.

Þeir fínpússuðu lagið í hljóðveri síðustu daga og er Steindi ekkert að stressa sig á því að gefa frá sér gróðann af jafn funheitri vöru. „Ég dansa það af mér. Þetta er bara svo skemmtilegt lag. Við ákváðum að leyfa sem flestum að njóta þess," segir Steindi.

Samvinna Steinda og StopWaitGo hefur áður fætt af sér ofursmellina Djamm í kvöld, Heima og Geðveikt fínn gaur.

Tónlistarmyndbandið við lagið hefur slegið rækilega í gegn hér á Vísi um helgina. Stórstjörnurnar Helgi Björns, Ólafía Hrönn, Jörundur Ragnars, Unnur Ösp, Randver Þorláksson og fleiri fara á kostum í myndbandinu. Hægt er að horfa á það hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis. Einnig annað atriði úr þættinum, Út úr skápnum, sem kom á Vísi í gær.

Dansa það af mér var sýnt í lok fyrsta þáttar Steindans okkar 3. Annar þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 á morgun klukkan 20.50.


Tengdar fréttir

Stærsta myndband Steinda hingað til

Fyrsti þáttur af Steindanum okkar 3 fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi við mikinn fögnuð aðdáenda um allt land. Steindi og félagar enduðu þáttinn að venju á tónlistarmyndbandi og var það fyrsta af dýrari gerðinni. Lagið heitir Dansa það af mér og er myndbandið stórbrotið.

Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum

"Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn,“ segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.