Enski boltinn

Engin niðurstaða í máli Redknapp

Kviðdómurinn í skattamáli Harry Redknapp, stjóra Spurs, komst ekki að neinni niðurstöðu í dag og var að lokum sendur heim eftir fjögurra tíma fundarsetu. Það fæst því ekki niðurstaða í málið fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Kviðdómurinn mun hittast aftur á morgun og er talið líklegt að þá fáist loksins niðurstaða í málum.

Redknapp er kærður fyrir skattsvik ásamt Milan Mandaric, fyrrum eiganda Portsmouth, er hann var að störfum hjá Portsmouth.

Dómarinn ítrekaði við kviðdóminn að gleyma því sem tengdist fótbolta er hann sendi þau frá sér. "Málið snýst um skattsvik en ekki fótbolta," sagði dómarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×