Stjórnarslit ekki í kortunum Erla Hlynsdóttir skrifar 13. ágúst 2012 18:54 Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira