Stjórnarslit ekki í kortunum Erla Hlynsdóttir skrifar 13. ágúst 2012 18:54 Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira