Sigursælasti Ólympíufari allra tíma kveður | Ætlar að ferðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2012 14:30 Phelps með bikarinn frá Alþjóðasundsambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu. Sund Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu.
Sund Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira