Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira