Fótbolti

Solo féll á lyfjaprófi en fer samt á ÓL

Bandaríski kvennalandsliðsmarkvörðurinn Hope Solo má teljast heppin að fá að spila á ÓL í London eftir að hún féll á lyfjaprófi. Bandaríska lyfjaeftirlitið lét sér nægja á slá á puttana á henni.

Solo sættir sig við aðvörunina og hugsar nú eingöngu um að spila á leikunum.

"Ég tók lyf frá lækninum mínum og vissi ekki af ólöglega efninu sem var í því. Er ég frétti af þessu vann ég náið með lyfjaeftirlitinu enda hafði ég ekkert að fela. Þetta lyf var ekki að hjálpa mér á neinn hátt í íþróttunum," sagði í yfirlýsingu frá Solo.

Solo stóð í búrinu hjá bandaríska liðinu á leikunum í Peking árið 2008 og fór á kostum.

Hún er ýmsum kostum gædd og komst meðal annars í undanúrslit í sjónvarpsþættinum "Dancing with the Stars".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×