Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool ætla ekki að taka tilboði Newcastle í enska landsliðsframherjann Andy Carroll. Newcastle hafði áhuga á að fá fyrrum leikmann liðsins að láni út næstu leiktíð og taka þátt í því að greiða laun leikmannsins sem er með um 16 milljónir kr. í laun á viku eða 80.000 pund.
Carroll er þriðji dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann var keyptur frá Newcastle á 35 milljónir punda í janúar á síðasta ári.
Hinn 23 ára gamli framherji hefur ekki náð sér á strik með Liverpool frá því hann kom frá Newcastle. Samkvæmt frétt BBC vilja forsvarsmenn Liverpool selja leikmanninn í stað þess að lána hann.
Liverpool ætlar ekki að lána Carroll til Newcastle

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn

Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir
Íslenski boltinn






Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti
