Erlent

Lítið af gulli eftir í gullverðlaunum Ólympíuleikanna

Það er svo lítið eftir af hreinu gulli í gullverðlaununum sem veitt eru á komandi Ólympíuleikum í London að verðmæti þeirra nemur aðeins rúmlega sjötíu þúsund krónum á stykkið. Væru hin rúmlega 400 gramma gullverðlaun úr hreinu gulli væri verðmætið um 2,5 milljónir króna.

Fjallað er um málið á CNN en þar segir að gullverðlaunin á Ólympíuleikum hafi ekki verið úr hreinu gulli síðan árið 1912. Gullinnihaldið í dag er aðeins 1,3% en afgangurinn er kopar og silfur.

Alls voru slegnir 2.300 gullverðlaunapeningar í ár og eru þeir geymdir í Tower of London eða á sama stað og bresku krúnudjásnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×