Innlent

Lokatölur yfir landið: Ólafur 52,78%

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 52,78% atkvæða yfir landið allt, en Þóra Arnórsdóttir 33,16% samkvæmt lokatölum sem birtust um klukkan hálfátta í morgun á kosningavef RÚV. Ólafur Ragnar hefur því verið endurkjörinn forseti Íslands til næstu fjögurra ára.

Ari Trausti Guðmundsson hlaut 8,64%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,63%, Andrea Ólafsdóttir 1,8% og Hannes Bjarnason 0,98%.

Heildarkjörsókn yfir landið allt var 69,2%.

Í Norðvesturkjördæmi urðu úrslitin þessi: Ólafur Ragnar 58,16%, Þóra 29,08%, Ari Trausti 7,3%, Herdís 2,19%, Hannes 2,08%, Andrea 1,18%. Kjörsókn var 71,8%.

Í Norðausturkjördæmi: Ólafur Ragnar 50,61%, Þóra 34,31%, Ari Trausti 9,18%, Herdís 2,85%, Andrea 1,7%, Hannes 1,35%. Kjörsókn var slétt 72%.

Í Suðurkjördæmi:Ólafur Ragnar 63,57%, Þóra 23,88%, Ari Trausti 7,77%, Herdís 2,44%, Andrea 1,46%, Hannes 0,88%. Kjörsókn var 68,3%.

Í Suðvesturkjördæmi: Ólafur Ragnar 52,97%, Þóra 33,28%, Ari Trausti 8,7%, Herdís 2,45%, Andrea 1,88%, Hannes 0,71%. Kjörsókn var 69,9%.

Í Reykjavík suður: Ólafur Ragnar 49,55%, Þóra 36,04%, Ari Trausti 9,05%, Herdís 2,63%, Andrea 1,95%, Hannes 0,7%. Kjörsókn var 68,8%.

Í Reykjavík norður: Ólafur Ragnar 46,26%, Þóra 38,5%, Ari Trausti 9,13%, Herdís 3,11%, Andrea 2,18%, Hannes 0,83%. Kjörsókn var 66,5%.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.