Fótbolti

Rúnar: Bjóst við meiru frá Grindavík

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:ANTON
Rúnar Kristinsson þjálfari KR vildi ekki meina að sigurinn á Grindavík í dag hafi verið auveldur þó liðið hafi sigrað 4-1 og fengið fjölmörg færi til að skora enn fleiri mörk. Engu að síður átti hann von á betri leik frá Grindavík.

„Ég átti von á meiru frá Grindavík en þetta er erfið staða sem þeir eru í og það er erfitt að koma á KR völlinn. Þeir héldu í við okkur lengi og fengu hörku færi til að komast yfir þegar þeir skölluðu í slána og það hefði verið gríðarlega erfitt fyrir okkur að lenda í þeirri stöðu. Við vorum heppnir á tímabili að vera ekki undir en engu að síður átti ég von aðeins meiru frá þeim en í seinni hálfleik vorum við með tökin á þessu," sagði Rúnar.

„Mér fannst okkur takast betur til í seinni hálfleik að láta boltann ganga á milli manna og búa til fínar sóknir og fín færi. Í fyrri hálfleik voru Grindavíkingar duglegir að hreyfa sig og verjast og gera okkur erfitt fyrir og við náðum ekki að komast bak við þá en það gekk betur í seinni hálfleik. Þá spiluðum við líka betur og hraðar. Ég var ekkert óánægður með fyrri hálfleik en ég hefði viljað fá mörk fyrr í leikinn," sagði Rúnar ennfremur en nánari umfjöllun um leikinn má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×