Fótbolti

Úrvalsdeildarfélögin greiddu atkvæði gegn Rangers

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Ljóst er að skoska stórveldið Glasgow Rangers spilar ekki í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Rangers hefur glímt við mikil fjárhagsvandræði undanfarna mánuði. Stig voru dregin af liðinu í deildarkeppninni og félagið sakað um að hafa stungið undan skatti.

Eini möguleiki Rangers á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni var sá að átta af tólf úrvalsdeildarfélögum myndu greiða atkvæði með því. Atkvæðagreiðslan fór fram í dag og ljóst að Rangers verður ekki í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Í fundargerð frá fundi úrvalsdeildarfélaganna á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skota, í dag segir:

„Á fundi úrvalsdeildarfélaganna í dag kaus stór meirihluti gegn því að Rangers fengi endurheimt sæti sitt í skosku úrvalsdeildinni."

Enn er óljóst hvar Rangers mun hefja leik að nýju í skosku deildarkeppninni þótt félagið vonist eftir sæti í skosku b-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×