Fótbolti

Davor Suker kjörinn forseti króatíska knattspyrnusambandsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suker var í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu árið 1998.
Suker var í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu árið 1998. Nordicphotos/Getty
Króatíska knattspyrnugoðsögnin er orðinn æðsti ráðamaður í hreyfingunni í landi sínu en Suker var í dag kjörinn forseti knattspyrnusambandsins þar í landi.

Suker tekur við stöðunni af Vlatko Markovic sem gegnt hefur embættinu undanfarin 14 ár en Markovic er á 75. aldursári.

Suker, sem er 44 ára, var markakóngur á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Suker skoraði sex mörk á eftirminnilegu móti fyrir Króata sem unnu til bronsverðlauna.

Suker var kosinn einróma á stjórnarfundi knattspyrnusambandsins og mun gegna stöðunni út 2014.

Allt bendir til þess að Igor Stimac, félagi Suker úr gullaldarliði Króatíu, verði kjörinn landsliðsþjálfari á næstunni. Slaven Bilic, fyrrum landsliðsþjálfari Króata, er tekinn við Lokomotiv Moskvu í Rússlandi.

Bilic, Stimac og Suker spiluðu allir á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×