Sport

Williams-systur unnu í tvíliðaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Serena Williams vann líka síðari úrslitaleikinn sinn á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Hún bar þá sigur úr býtum í tvíliðaleik kvenna ásamt systur sinni, Venus.

Þær höfðu betur gegn Andreu Hlavackovu og Lucie Hradecka frá Tékklandi í tveimur settum, 7-5 og 6-4.

Serena vann fyrr í dag sigur í einliðaleik kvenna en það var hennar fimmti titill á Wimbledon. Þar með jafnaði hún árangur systur sinnar sem á einnig fimm titla í einliðaleik kvenna.

Það var því viðeigandi að titillinn í dag væri sá fimmti í röðinni í tvíliðaleik hjá systrunum.

Saman hafa þær unnið 51 titil á stórmótum á ferlinum í öllum flokkum - einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Serena hefur unnið 29 titla og Venus 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×