Lífið

Katie Holmes vill fullt forræði

Mæðgurnar á góðri stundu.
Mæðgurnar á góðri stundu.
Leikkonan Katie Holmes, sem sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Tom Cruise á fimmtudag, er sögð ætla að fara fram á fullt forræði yfir sex ára dóttur þeirra Suri Cruise.

Gula pressan vestanhafs segja hana óttast áhrif vísindakirkjunnar á dótturina en Cruise hefur lengi verið hugfanginn af boðskap hennar.

Þá er Holmes sögð hafa sótt um skilnað í New York í stað Kaliforníu þar sem dómstólar í borginni eru líklegri til að uppfylla ósk hennar um fullt forræði. Cruise sem er staddur hér á landi hefur ekki tjáð sig um skilnaðinn við fjölmiðla en hann talsmaður leikarans segir hann niðurbrotinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.