Sigursteinn og Alfa vörðu titil sinn í tölti 30. júní 2012 21:24 Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason. Mynd / Eiðfaxi.is Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira