Fótbolti

Króatar köstuðu banana í átt að Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður Ítalíu, heldur áfram að verða fyrir aðkasti á EM. Nú hefur UEFA sektað króatíska knattspyrnusambandið vegna hegðunar stuðningsmanna þeirra í leiknum gegn Ítalíu.

Hópur stuðningsmanna þeirra var með apahljóð er Balotelli hafði boltann í leiknum og einhver þeirra kastaði banana í átt að vellinum.

Króatíska sambandið var sektað um 80 þúsund evrur fyrir það sem og að stuðningsmennirnir skildu kveikja á blysum á leiknum.

Króatar hafa beðist afsökunar á þessari framkomu og þjálfarinn, Slaven Bilic, er brjálaður út í stuðningsmennina.

"Fyrir hönd þjóðarinnar vil ég að það komi fram að ég er gríðarlega svekktur sem Króati, foreldri og íþróttamaður. Mér líkar ekki við svona fólk og sama á við um leikmenn liðsins. Rasismi er ekki vandamál í Króatíu og þangað eru allir velkomnir. Ég vil ekki sjá svona fólk aftur á vellinum. Það þarf að banna svona fólk fyrir lífstíð," sagði Bilic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×