Fótbolti

Kjaftaskur í hollenska landsliðinu

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder hefur kastað sprengju inn í hollenska landsliðið því hann heldur því fram að moldvarpa sé í liðinu sem hafi verið að leika upplýsingum í fjölmiðla.

Sneijder er aftur á móti ekki ósáttur við þjálfarann, Bert van Marwijk, og kennir honum ekki um hörmulegt gengi Hollands á EM.

"Það er ekki hægt að kenna þjálfaranum um. Hann er búinn að standa sig frábærlega síðustu fjögur ár," sagði Sneijder.

"Það þarf samt að greiða úr ákveðnum málum innan hópsins. Til að mynda því hver sé að leka upplýsingum um liðið og okkar taktík til fjölmiðla."

Eins og flestir ættu að vita fóru Hollendingar heim af EM með öngulinn í rassinum eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×