Fótbolti

Özil kærir vegna kynþáttaníðs á Twitter

Meðan á leik Þýskalands og Danmerkur á EM stóð fór ungur maður mikinn á samskiptasíðunni Twitter. Hann var með grimmt kynþáttaníð í garð Mesut Özil og svo mikið að hann ákvað að kæra.

"Mesut er fæddur í Þýskalandi og hefur gert mikið fyrir þjóðina. Hann er frábær strákur og það særir okkur að sjá svona þó svo það trufli ekki spilamennsku hans," sagði faðir Mesut, Mustafa Özil.

"Þetta fór yfir línuna og þess vegna kærum við. Við viljum ekki sjá svona aftur. Að þessu sinni var níðið gegn Mesut en næst gæti það verið gegn Jerome Boateng, Lukas Podolski, Sami Khedira eða Ilkay Gundogan. Þetta er með öllu óásættanlegt.

"Við viljum senda út skýr skilaboð með þessari kæru. Við sættum okkur ekki við svona viðbjóð."

Twitter er búið að henda notandanum út af síðunni en fjölmargar kvartanir bárust út af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×