Fótbolti

Milner: Það eru tvær útgáfur af Balotelli

Balotelli og Milner fagna með City.
Balotelli og Milner fagna með City.
Enska landsliðið þarf að glíma við Mario Balotelli í átta liða úrslitum EM. Það sem meira er þá verður Joleon Lescott meira og minna að dekka hann en þeir leika báðir með Man. City.

James Milner, sem einnig leikur með City, segir að það þurfi að hafa góðar gætur á liðsfélaga sínum.

"Hann er hættulegur. Það eru til tvær útgáfur af Mario. Fyrri útgáfan mætir stundum á æfingar, er kaldur og hefur engan áhuga. Svo er það Mario sem mætir hungraður og ég er viss um að sá Mario mætir í leikinn gegn okkur," sagði Milner.

"Hann er sterkur og á eftir að valda okkur vandræðum. Við munum örugglega stríða honum og reyna að æsa hann upp. Joleon er að spila vel, þekkir hann vel og mun örugglega ná að halda honum niðri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×