Fótbolti

Defoe farinn í jarðarför föður síns

Það eru erfiðir tímar hjá enska landsliðsmanninum, Jermain Defoe. Faðir hans féll frá rétt fyrir EM og Defoe þarf að fara í jarðarför hans á miðju móti.

Defoe er farinn aftur heim til Englands til þess að vera viðstaddur jarðarförina i dag. Hann kemur svo til móts við liðið á nýjan leik á morgun.

Defoe þurfti líka að fá frí rétt fyrir EM vegna andlátsins.

Defoe hefur komið einu sinni af bekknum á mótinu. England spilar gegn Ítalíu á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×