Fótbolti

Capello: England mun ekki komast í úrslitaleikinn

Capello er hann þjálfaði enska landsliðið.
Capello er hann þjálfaði enska landsliðið.
Það verður eflaust sérstakt fyrir Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, að fylgjast með leik fyrrum lærisveina hans gegn heimalandinu, Ítalíu, í átta liða úrslitum EM.

"Það berjast um í mér ýmsar tilfinningar. Ég get ekki neitað því," sagði Capello sem kom enska landsliðinu á EM áður en hann hætti með það.

"Það er erfitt að gleyma því að ég var þjálfari enska liðsins í fjögur ár."

Capello hefur þó ekki trú á því að hans gömlu lærisveinar komist alla leið í úrslitaleikinn.

"Ég er alveg klár á því að Spánn og Þýskaland muni spila úrslitaleikinn. Þetta eru tvö langbestu liðin á þessu móti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×