Fótbolti

Þjóðverjar settu nýtt heimsmet - unnu sinn 15. mótsleik í röð í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Þjóðverjar komust ekki bara í undanúrslit EM í fótbolta í kvöld því þeir tryggðu sér líka heimsmet eftir 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Þýska landsliðið hefur nú unnið fimmtán mótsleiki í röð og bætt heimsmet Hollendinga og Spánverja.

Þjóðverjar hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppni EM og þeir unnu líka alla tíu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 34-7. Fimmtándi sigurinn er síðan 3-2 sigur á Úrúgvæ í leiknum um 3. sætið á HM í Suður-Afríku 2010.

Síðasta tap Þjóðverja í "alvöru" landsleik kom á móti Spánverjum í undanúrslitunum á HM 2010. Carles Puyol skoraði þá eina mark leiksins á 73. mínútu og tryggði Spánverjum 1-0 sigur og sæti í úrslitaleiknum.

Fimmtán sigrar Þjóðverja í röð í mótsleikjum:

EM 2012

4-2 sigur á Grikklandi í 8 liða úrslitum

2-1 sigur á Danmörku í riðlakeppninni

2-1 sigur á Hollandi í riðlakeppninni

1-0 sigur á Portúgal í riðlakeppninni

Undankeppni EM 2012:

3-1 sigur á Belgíu á heimavelli

3-1 sigur á Tyrklandi á útivelli

6-2 sigur á Austurríki á heimavelli

3-1 sigur á Aserbaídsjan á útivelli

2-1 sigur á Austurríki á útivelli

4-0 sigur á Kasakstan á heimavelli

3-0 sigur á Kasakstan á útivelli

3-0 sigur á Tyrklandi á heimavelli

6-1 sigur á Aserbaídsjan á heimavelli

1-0 sigur á Belgíu á útivelli

HM 2010

3-2 sigur á Úrúgvæ í leiknum um 3. sætið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×