Fótbolti

Xabi sá um Frakka | Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum

Xabi fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Xabi fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í undanúrslit EM eftir 2-0 sigur á Frökkum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Spánar á Frökkum í stórmóti frá upphafi. Spánverjar munu mæta grönnum sínum frá Portúgal í undanúrslitum.

Leikurinn fór hægt af stað en Spánverjar voru sem fyrr frekar fljótir að taka völdin. Eftir rúmlega 18 mínútna leik sprengdu Spánverjar síðan upp vörn franska liðsins.

Iniesta með eitraða sendingu upp í hornið á Jordi Alba. Hann leit upp og sá að Xabi Alonso var galopinn á fjærstöng. Alba skilaði frábærri sendingu inn í teiginn sem Alonso stangaði netið. Smekklega gert.

Mark hjá Alonso í hans 100. landsleik en hann er fyrsti Spánverjinn sem nær að skora í sínum 100. landsleik.

Frakkar slógu eðlilega nokkuð í klárinn í síðari hálfleik en gekk illa að bæði opna vörn Spánverja og ekki síst að ná boltanum af Spánverjum.

Það var því ekkert sem benti til þess að Frakkar myndu jafna leikinn.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk varamaðurinn Pedro vítaspyrnu. Markaskorarinn Xabi Alonso steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Sanngjarn sigur hjá Spánverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×