Fótbolti

Þjálfari Spánverja hrósaði Alonso

Spánverjar fagna Alonso í kvöld.
Spánverjar fagna Alonso í kvöld.
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hélt upp á 100. landsleikinn sinn með stæl í kvöld er hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Spánverja á Frökkum í átta liða úrslitum EM.

"Hann kann að fórna sér, hjálpa liðinu og hvar á að spila boltanum. Hann er eitt af okkar helstu sóknarvopnum. Hann kann að búa til færi sem og að klára þau," sagði Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, eftir leikinn í kvöld.

"Við spiluðum vel og stýrðum leiknum. Það var ekkert að gera hjá Casillas í markinu hjá okkur og það segir sína sögu um varnarleikinn hjá mínu liði.

"Okkar varnarmenn eru góðir og það mun hjálpa okkur að vinna mótið að við getum alltaf skapað færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×