Fótbolti

Blanc vill ekki ræða framtíðina

Franski landsliðsþjálfarinn, Laurent Blanc, var þögull um framtíð sína eftir tapið gegn Spáni í gær. Samningur Blanc við franska knattspyrnusambandið er að renna út.

Ekki hefur tekist að semja um nýjan samning og búast flestir við því að Blanc hætti með landsliðið. Hann hefur úr ýmsu að velja og er meðal annars orðaður við Tottenham.

"Það var verið að sparka okkur úr mótinu og það eru mikil vonbrigði hjá okkur öllum. Við þurfum að taka næstu daga í að greina hvað fór úrskeiðis. Svo sjáum við hvað setur," sagði Blanc.

Fari Blanc getur hann gengið stoltur frá borði enda tekist að byggja upp sterkt lið úr rústum liðs þar sem agaleysið og ruglið var alls ráðandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×