Fótbolti

Prandelli: Við áttum skilið að vinna

Buffon fagnar með félögum sínum.
Buffon fagnar með félögum sínum.
Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala, var að vonum himinlifandi eftir sigur sinna manna á Englandi. Hann sagði að sitt lið hefði átt sigurinn skilið og hafði talsvert til síns máls.

"Við spiluðum frábærlega og áttum sigurinn skilinn. Við stóðum okkur virkilega vel gegn góðu liði. Við fengum mörg færi til þess að skora en urðum að bíða eftir vítakeppninni," sagði Prandelli.

"Við sýndum mikinn anda og karakter. Við stöðvuðum skyndisóknir Englendinga og undir lokin voru þeir farnir í langar sendingar. Nú förum við að undirbúa okkur fyrir Þjóðverja."

Ítalir fá mun minni hvíld fyrir undanúrslitin en Þjóðverjar. Munar þar tveim dögum og Þjóðverjar verða því úthvíldari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×