Fótbolti

Rooney: Hræðileg tilfinning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney og félagar hans í enska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni á móti Ítalíu í gærkvöldi. Rooney tjáði sig við Sky eftir leik og var skiljanlega afar svekktur. Þetta var í þriðja sinn á síðustu fimm Evrópumótum sem enska landsliðið dettur út í vítakeppni.

„Það er hræðilegt að detta út svona og við erum allir niðurbrotnir," sagði Wayne Rooney sem skoraði örugglega úr sinni vítaspyrnu. Ashley Young skaut hinsvegar í slá og Ashley Cole lét Gianluigi Buffon verja frá sér.

„Þetta var erfiður leikur og við lögðum allir mikið á okkur. Það er hræðileg tilfinning fyrir alla að tapa í vítakeppni," sagði Rooney.

„Við getum samt haldið höfðinu hátt. Það eru fullt af ungum leikmönnum í hópnum og þetta getur hjálpað þeim í næstu stórkeppni," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×